Frá djammferð í viðskiptahugmynd
Við hjá Bakpokar.is erum tveir verkfræðinemar við Háskólann í Reykjavík: Birgir Bragi Gunnþórsson og Sváfnir Ingi Jónsson, báðir tvítugir og lausnamiðaðir í lífinu. Hugmyndin að stofnun fyrirtækisins og fyrstu vörunni - VacPack - kviknaði á ferðalagi í Berlín þar sem við stóðum frammi fyrir leiðinlegu en algengu vandamáli. Töskurnar voru einfaldlega of stútfullar eftir vel heppnaða verslunarferð og engin leið til þess að koma öllu fyrir án þess að bæta við farangri og því auka kostnaðinn í fluginu heim. Þarna kviknaði einföld en öflug hugmynd – hvers vegna er enginn að selja töskur með lofttæmingareiginleika á Íslandi?
Framleiðsluferli
Stofnun fyrirtækisins hófst á miklum samskiptum við fjölmargar verksmiðjur erlendis sem buðust til þess að framleiða töskurnar. Næstu 6 mánuðir eftir það fólust því í gæðaprófun á vörunum frá hverri verksmiðju þar til gæðin fóru fram úr væntingum. Við leggjum áherslu á gagnsæi til viðskiptavina okkar og einkennir það því mikið herferðir okkar á samfélagsmiðlum.
Hvar erum við í dag?
Í dag erum við einfaldlega með rekstur í bílskúr, því einhvers staðar verður maður að byrja! Við leggjum áherslu á ánægða viðskiptavini og stuttan heimsendingartíma á lágu verði. Markmiðið okkar í framtíðinni er að selja bakpoka og samskonar vörur á sanngjörnu verði á Íslandi.